Pétur Ingi Haraldsson ráðinn sviðsstjóri skipulagssviðs Akureyrarbæjar

Pétur Ingi Haraldsson.

Pétur Ingi Haraldsson hefur verið ráðinn nýr sviðsstjóri skipulagssviðs Akureyrarbæjar. Þessu er greint frá á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Pétur Ingi lauk B.S. prófi í landfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og diplóma í opinberri stjórnssýslu frá sama skóla árið 2016. Einnig hefur hann lokið meistaranámi við Konunglega tækniháskólann í Stokkhólmi á sviði skipulagsmála.

Pétur var skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu sem yfirmaður sameiginlegs embættis skipulags- og byggingarfulltrúa frá 2007. Meðfram þeim störfum hefur hann haldið fjölmörg erindi um skipulagsmál auk þess að hafa kennt við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Þá hefur Pétur sinnt ýmsum verkefnum á vegum sveitarfélaga og tekið þátt í bæði stýrihópum og verkefnahópum um skipulagsmál. Pétur kemur til starfa hjá Akureyrarbæ í byrjun maí.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó