NTC

Pétur Guðjóns telur niður dagana til jóla

Jóla Pétur

Jóla Pétur

Pétur Guðjónsson fyrrverandi útvarpsmaður hefur opnað nýtt norðlenskt vefútvarp sem ætlunin er að halda úti fram að jólum. Um er að ræða hálftíma vefútvarpsþátt sem telur niður dagana fram að jólum.

Pétur sem lengi vel starfaði meðal annars á Rás 1 , Rás 2 og Frostrásinni segir að hann hafi alltaf unnið mikið í kringum útvarp um jólaleitið og því klæjað í puttana þegar nær fór að draga jólum.

„Mig langaði að færa samfélaginu þetta litla jólaútvarp sem ég vinn bara heima hjá mér, í von um að sem flestir megi njóta,” sagði Pétur í samtali við Kaffið.is

Hægt er að hlusta á þætti Péturs HÉR

Sambíó

UMMÆLI