Perlað fyrir stuðningsfélagið Kraft á Akureyri

Armböndin eru perluð af sjálfboðaliðum og bera yfirskriftina: Lífið er núna.

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra, ætlar að perla Akureyri og nágreinni laugardaginn 4. nóvember milli kl. 13 – 17. Nákvæm staðsetning er enn óstaðfest en kemur í ljós fljótlega.
Perlað verða armbönd en þau eru með áletruninni „Lífið er núna“ og eru auðveld í samsetningu svo allir geta tekið þátt, börn sem fullorðnir.

Félagið óskar eftir kröftugum sjálfboðaliðum til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni með þeim. Öll armböndin eru perluð í sjálfboðavinnu og því mikil hugsjón bakvið hvert armband en allur ágóði af sölu armbandanna rennur til Krafts.
Sjálfboðaliðar geta komið á milli kl. 13 og 17 laugardaginn 4.nóvember og perlað af krafti.

VG

UMMÆLI

Sambíó