EERS® námskeiðið er fyrir unglinga fædda 2009, 2010 og 2011, og verður haldið frá 16. september 2024.
Námskeiðið er bæði fyrir unglinga og foreldra/forráðamenn þeirra og er unnið með sama eða svipað efni samtímis í hvorum hópnum fyrir sig.
Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir:
- eiga viðeigandi samskipti, rafræn samskipi
- hefja og yfirgefa samræður
- standa að vel heppnuðum hittingi vina
- sýna góðan liðsanda
- takast á við ágreining
- takast á við kjaftasögur og slúður
- takast á við höfnun, stríðni og einelti
Helstu markmið námskeiðsins eru:
- Unglingurinn læri leiðir að eignast vini og viðhalda þeim
- Foreldri læri að styðja ungling í að finna viðeigandi vini
- Foreldri læri leiðir til að styrkja færni unglings til að eignast vini.
- Foreldri læri leiðir til að efla félagslegt sjálfstæði unglings.
Námskeiðið getur hentað unglingum með einhverfu, ADHD, kvíða, þunglyndi eða aðra félagslega erfiðleika.
Tími: Hefst 16. september og verður haldið vikulega í 12 vikur, á mánudögum kl. 16:15 -17:45
Kostnaður: 20.000 krónur, hægt að nota frístundarstyrk.
Staðsetning: Glerárgata 26, 600 Akureyri.
Umsóknir berist til og með 28. ágúst í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar, undir Umsóknir, og svo Velferðarmál
Hægt er að senda fyrirspurnir með tölvupósti á netfangið: peers@akureyri.is
UMMÆLI