NTC

Páll Óskar treður upp á Pollamótinu

Páll Óskar treður upp á Pollamótinu

Pollamót Samskipa verður haldið í 34. sinn á íþróttasvæði Þórs í næsta mánuði. Skráning liða er nú í fullum gangi en skráningar fara fram á vef mótsins, www.pollamot.is.

Mótið í ár hefst föstudaginn annan júlí en skráningu lýkur sunnudaginn 27. júní. Leikið verður í sjö mismunandi deildum á mótinu en skipt verður í deildir eftir kynjum og aldri.

Karladeildir eru í boði fyrir 28 ára og eldri, 35 ára og eldri, 42 ára og eldri og 50 ára og eldri. Konudeildir eru fyrir 20 ára og eldri, 28 ára og eldri og 35 ára og eldri. Miðað er við fæðingarár.

Skemmtidagskrá mótsins er farin að taka á sig mynd en Páll Óskar lokar mótinu á laugardagskvöld og þá munu Erna Hrönn og Rúnar Eff einnig troða upp á mótinu.

Fyrir þá sem vilja senda inn fyrirspurnir er bent á netfang mótsins pollamot[at]thorsport.is. Smelltu hér til þess að skrá lið á mótið.

Sambíó

UMMÆLI