Päivi Vaarula gestalistamaður mánaðarins sýnir verk sín í Deiglunni helgina 22. og 23. apríl.
Päivi hefur verið í vinnustofudvöl í gestavinnustofu Gilfélagsins í apríl mánuði og sýnir nú afrakstur vinnu sinnar.
Sýningin er opin frá 14 -17 báða dagana.
Verkin í Deiglunni samanstanda af roði sem hún hefur mótað. „Ég kanna atburði og tilfinningar úr lífi mínu sem hafa haldist undir húðinni.“ segir Päivi Vaarula.
Päivi Vaarula er finnskur textíllistamaður sem vinnur í Gestalistavinnustofu Gilfélagsins í apríl 2023. Hún hefur lagt stund á textíllist í 40 ár og er með meistaragráðu í henni.
„Ég þýði lífið á tungumál textílsins. Markmið mitt sem listamanns er að segja sögur og kanna líf konu. Ég endurspegla tilfinningar, næmi, hugmyndir og viðhorf inn í list mína. Hughrif mín geta breytist hratt og þá fylgi ég eðlishvötinni minni og nýtt inntak skapar nýtt verk.“
Þetta er fimmta listamannadvöl Päivi á Íslandi. Auk þess bjó Hún og kenndi verkgreinar og textíl í Hallormsstaðaskóla á árunum 2017-2019.
„Þann tíma sem ég hef starfað sem listamaður hef ég verið að rannsaka þær tilfinningarnar sem bærast undir húðinni. Fyrsta viðbragð var að ýta óþægilegum tilfinningum upp á yfirborðið og þá urðu þær ein af annarri jákvæðari og jákvæðari. Ég var að móta fiskileður (roð) og lét efnið tala til mín. Þá þróuðust formin í höndum mínum út frá þeim hugsunum og hugmyndum sem ég hafði.“
Päivi sýnir einnig í Mjólkurbúðinni sal Myndlistarfélagsins með Ragnheiði Björk Þórsdóttur dagana 14. til 23. apríl sýninguna nefna þær Teksti- Texti.
UMMÆLI