Óvissa um lagabreytingar – veldur afboðunum skemmtiferðaskipa og frestun framkvæmdaMynd/akureyri.is

Óvissa um lagabreytingar – veldur afboðunum skemmtiferðaskipa og frestun framkvæmda

Rúv greindi fyrst frá því að sum skemmtiferðaskip hafa hætt við heimsóknir til Íslands, og framkvæmdum hafi verið frestað vegna óvissu um lagabreytingar sem varða skemmtiferðaskip.

Ef frumvarp fjármálaráðherra verður samþykkt, mun farþegum stærri skemmtiferðaskipa verða gert að greiða innviðagjald, og tollfrelsi skemmtiferðaskipa á hringsiglingum um Ísland verður fellt niður. Farþegar á skemmtiferðaskipum greiða þá 2.500 krónur á dag en farþegar sem koma með flugi og fara í hringsiglingu greiða 400 krónur.

Samtökin Cruise Iceland hafa áhyggjur af áhrifum þessara breytinga, sérstaklega á viðkvæm svæði og minni sveitarfélög, sem hafa ekki aðstöðu fyrir stór skip en hafa notið góðs af minni skipum.

Pétur Ólafsson, hafnarstjóri á Akureyri, segir að áhrifin séu þegar farin að koma fram í tekjum hafna og sveitarfélaga og að minni hafnir gætu orðið illa úti ef hvati til að laða að fleiri skip á landsbyggðina verður afnuminn.

Hafnasamlag Norðurlands hefur frestað rafvæðingu Torfunefsbryggjunnar, þar sem stjórn þess telur óábyrgt að ráðast í stóra fjárfestingu meðan framtíðarsýn er óskýr.

Lesa má greinina í heild sinni á ruv.is

Sambíó

UMMÆLI