Gæludýr.is

Ótrúlegur sigur Arons og félaga – Birkir í basli

Annar sigur Arons og félaga í röð.

Leikið var í ensku B-deildinni í fótbolta í gærkvöldi og voru landsliðsmennirnir og Akureyringarnir Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason í eldlínunni með liðum sínu, Cardiff City og Aston Villa.

Aron og félagar heimsóttu Derby County og úr varð hörkuleikur sem lauk með dramatískum sigri Cardiff í sjö marka leik. Lokatölur 3-4 og kom sigurmarkið í uppbótartíma. Aron lék allan leikinn á miðju Cardiff.

Birkir og félagar eru hins vegar í vandræðum þessa dagana því Aston Villa tapaði 1-3 fyrir Barnsley á heimavelli og var þetta fjórða tap liðsins í röð. Aston Villa hefur ekki unnið leik á þessu ári en Birkir gekk til liðs við félagið þann 25.janúar síðastliðinn. Birkir hóf leik á bekknum en kom inná á 73.mínútu.

Aston Villa 1 – 3 Barnsley
0-1 Adam Armstrong (’25 , víti)
0-2 Tom Bradshaw (’43 )
1-2 Jonathan Kodjia (’44 )
1-3 Tom Bradshaw (’58 )

Derby County 3 – 4 Cardiff City
1-0 Julien De Sart (‘7 )
2-0 Darren Bent (’17 )
2-1 Kadeem Harris (’41 )
2-2 Kadeem Harris (’47 )
2-3 Craig Noone (’57 )
3-3 Darren Bent (’74 )
3-4 Joe Ralls (’90 , víti)

Birkir og félagar í vandræðum.

Sjá einnig

Aron Einar í nærmynd – Atli og Palli gerðu mig að þeim íþróttamanni sem ég er

Birkir Bjarnason í nærmynd – Man Utd í uppáhaldi

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó