Ótrúlegt sigurmark KA/Þór gegn Stjörnunni

Ótrúlegt sigurmark KA/Þór gegn Stjörnunni

KA/Þór tók á móti Stjörnunni í Olís deild kvenna í handbolta um síðustu helgi. Fyrir leikinn voru þessi lið í 3. og 4. sæti deildarinnar.

KA/Þór vann að lokum 23-22 sigur eftir ótrúlegar lokamínútur. KA/Þór misstu boltann þegar um mínúta var eftir í stöðunni 22-22 og Stjörnukonur fengu sókn til að leita að sigurmarkinu.

Eftir misheppnaða línusendingu endaði boltinn hjá Mateu Lonac, markverði KA/Þórs sem skoraði sigurmarkið með skoti yfir allan völlinn.

Tilþrif Lonac voru tilnefnd sem tilþrif umferðarinnar í Seinni Bylgjunni á Stöð 2 Sport og Lonac er með yfir helming atkvæða í kosningu á samfélagsmiðlum þegar þetta er skrifað. Hér að neðan má sjá myndband af tilþrifum umferðarinnar.

Matea Lonac var valin í lið 9. umferðar fyrir frammistöðu sína. Anna Þyrí Halldórsdóttir var einnig valin í liðið og þá var Gunnar Líndal, þjálfari KA/Þór, valinn þjálfari umferðarinnar.

Á vef KA má nálgast myndir úr leiknum sem Egill Bjarni Friðjónsson, ljósmyndari, tók.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó