Ótrúlegt myndband frá ferðalagi Davíðs Oddgeirs um Suður AfríkuSkjáskot úr myndbandinu.

Ótrúlegt myndband frá ferðalagi Davíðs Oddgeirs um Suður Afríku

Davíð Arnar Oddgeirsson.

Davíð Arnar Oddgeirsson er sannkallaður ævintýramaður en hann ferðast mikið og býr til myndbönd í ferðalögum sínum sem hann deilir með fylgjendum sínum. Myndböndin eru algjör listaverk en myndefnið er ýmist náttúran, skemmtun og fólkið í landinu. Nýjasta myndbandið birti Davíð á dögunum en það var tekið upp í Suður-Afríku, að mestu leyti í Cape Town.
Davíð tekur upp myndefnið og vinnur það sjálfur en þetta myndband gerði hann í samstarfi við GOGO og H Verslun.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó