Ósátt með fyrirsögn Fréttablaðsins: „Tengist keppninni ekki neitt“

Ósátt með fyrirsögn Fréttablaðsins: „Tengist keppninni ekki neitt“

Dalvíkingurinn Snædís Jónsdóttir hefur náð mögnuðum árangri sem fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins sem lenti í þriðja sæti á Ólympíuleikum landsliða á dögunum.

Snædís ræddi afrekið í viðtali í Fréttablaðinu í dag en fyrirsögnin sem birtist í blaðinu var ekki sú sem hún bjóst við. Hún segir í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni að það séu forréttindi að fá að komast í viðtal í Fréttablaðinu en að hún sé rosalega ósátt með fyrirsögnina á greininni.

Hún bendir á að fyrirsögnin „Heppin að eiga kokk fyrir kærasta“ tengist keppninni sjálfri ekki neitt. Undirfyrirsögnin, þar sem kemur fram að hana dreymdi um að verða fatahönnuður en eldamennskan hafi verið þeim draumi yfirsterkari, eigi betur við greinina.

Töluverð umræða hefur myndast um fyrirsögnina á Facebook-síðu Fjölmiðlanörda. Þar eru flestir sammála um að það sé undarlegt að blaðamaður hafi valið þessa fyrirsögn þar sem viðtalið sé fullt af áhugaverðum punktum sem hefðu átt betur við. Sumir eru þó á því að það hafi verið sniðugt hjá blaðamanni að velja fyrirsögnina til þess að vekja athygli á greininni.

Viðtalið við Snædísi má lesa í heild sinni með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó