Ósætti innan Golfklúbbs Akureyrar – Golfkennara til margra ára sagt upp störfum

Sturla Höskuldsson.

Sturla Höskuldsson birti færslu á facebook-síðu sinni í dag þar sem hann segist hafa hlotið óréttmæta uppsögn hjá Golfklúbbi Akureyrar. Hann telur að honum hafi verið sagt upp störfum vegna þess að hann sagði það óþolandi að vinna með formanni GA, Sigmundi Ófeigssyni.
Margir hafa þegar sett athugasemdir við færsluna og lýst yfir stuðningi til Sturlu.

Mbl.is hafði samband við Sigmund Ófeigsson um málið þar sem hann tjáir fréttastofunni að samstarfið hafi ekki verið eins og best verður á kosið. Hann segir Sturlu hafa stofnað facebook-hóp þar sem hann hafi hraunað yfir stjórn GA og þau hafi rætt við hann í kjölfarið. ,,Hann vill bara losna við stjórnina og fá að ráða,“ segir Sigmundur í samtalið við mbl.is.

Sturla segir jafnframt í facebook-færslu sinni að hann vonist til þess að geta haldið áfram störfum hjá GA þegar ný stjórn verði kosin á aðalfundi félagsins en Sigmundur segir að hann vilji ganga frá ráðningu á nýjum golfkennara sem allra fyrst.
Aðalfundi GA hefur verið frestað fram í janúar þar sem kjósa á nýja stjórn en félagið er einnig í leit eftir nýjum framkvæmdarstjóra þar sem Heimir Árnason, sem nú sinnir því starfi, er að hætta.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó