Akureyri og Þróttur mættust í Grill66 deild karla í handbolta í a fimmtudagskvöld. Akureyringar gátu með sigri jafnað KA menn að stigum á toppi deildarinnar.
Leikurinn fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri en það voru Þróttarar sem byrjuð leikinn betur og leiddu fram yfir miðja fyrri hálfleik en þá náði Akureyri forystunni og leiddu í hálfleik 14-12.
Akureyringar komu inn í seinni hálfleikinn af krafti og náðu mest 9 stiga forskoti. Leikurinn endaði með öruggum 30-25 sigri Akureyringa. Akureyringar fara því ásamt HK upp að hlið KA á toppi deildarinnar með 10 stig. KA menn eiga þó leik til góða á bæði liðin.
KA menn mæta Stjörnunni U í KA heimilinu í dag en liðið er ósigrað í vetur.
UMMÆLI