Orri Hjaltalín rekinn frá Þór

Orri Hjaltalín rekinn frá Þór

Stjórn knattspyrnudeildar Þórs hefur rekið Orra Frey Hjaltalín þjálfara liðsins eftir slakt gengi liðsins í sumar. Orri var ráðinn fyrir tímabilið og skrifaði undir þriggja ára samning. Sveinn Elías Jónsson og Jón Stefán Jónsson munu stýra liðinu í síðustu tveim leikjum tímabilsins en þeir hafa verið Orra til aðstoðar í sumar.

Þórsarar sitja í þriðja neðsta sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir og geta enn fallið niður um deild en liðinu hefur ekki tekist að skora í síðustu sjö deildarleikjum og síðustu átta leikjum með bikarkeppni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó