Origo kaupir 70 prósent eignarhlut í Eldhafi

Origo kaupir 70 prósent eignarhlut í Eldhafi

Origo hefur keypt 70% eignarhlut í Eldhafi sem er innflutningsaðili á Apple-vörum og rekur samnefnda verslun á Akureyri. Markmiðið með kaupunum er að auka breiddina í vöruúrvali Origo.

„Sala á notendabúnaði er vaxandi þáttur í rekstri Origo og hefur félagið fullan hug á því að efla þá starfsemi enn frekar með sölu á slíkum búnaði til einstaklinga, fyrirtækja eða stofnana. Eftirspurn eftir Apple vörum er í örum vexti hér á landi og með kaupum í Eldhafi teljum við okkur geta mætt fjölbreyttum þörfum ólíkra viðskiptavina,“ segir Gunnar Zoëga, framkvæmdastjóri Notendalausna hjá Origo.

„Eldhafi hefur gengið vel að selja Apple vörur undanfarin misseri. Með þessum samruna getum við tekið næsta skref í vexti Eldhafs auk þess að geta samnýtt þekkingu og reynslu beggja fyrirtækja. Við sjáum mikil sóknarfæri í sölu á Apple vörum til skóla, stofnana og fyrirtækja til að styðja við viðskiptavini Origo og Eldhafs,“ segir Guðmundur Ómarsson, framkvæmdastjóri Eldhafs.

Eldhaf rekur samnefnda netverslun og verslun á Akureyri. Viðskiptin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó