NTC

Origo flytur skrifstofu og verslun á Skipagötu

Origo flytur skrifstofu og verslun á Skipagötu

Origo opnaði í dag nýja verslun við Skipagötu 16 þar sem áður var verslunin Pedromyndir og eykur þannig verulega við þjónustustig á Akureyri. Á sama tíma flytur verslun Eldhaf frá Glerártorgi og verður starfrækt undir merkjum Origo á Skipagötu.

Að sögn Baldurs Arnar Jóhannessonar verslunarstjóra er markmiðið er að stórauka þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu:

„Verslunin hefur mikla þýðingu fyrir einstaklinga og fyrirtæki á Norðurlandi, jafnvel Austurlandi líka, þar sem í henni gefst fyrirtækjum og einstaklingum kostur á að nálgast allt það nýjasta sem er í boði frá nokkrum af fremstu vörumerkjum í heimi eins og Lenovo, Canon, Sony, Bose og Apple“.

Sérfræðingar Origo í búnaði og sérsniðnum lausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir flytjast frá Hvannavöllum og verða staðsett á Skipagötu að sögn Baldurs. Eins mun starfsfólks Eldhafs á Glerártorgi flytjast yfir í verslunina. 

„Hvort sem markmiðið sé að einfalda afgreiðslu og fá betri yfirsýn, tryggja að starfsfólk geti unnið hvar og hvenær sem er eða bjóða upp á framúrskarandi hljóð- og myndgæði, þá erum við með lausnina“.  

Mörg spennandi tækifæri á Norðurlandi

Ekki eru mörg ár síðan Origo lokaði verslun sinni í Kaupangi og opnaði söluskrifstofu fyrir fyrirtækjamarkað á Hvannavöllum. Því er um svokallaða endurkomu að ræða á nýjum stað með ferskri nálgun:

„Okkur finnst mikilvægt að vera með verslun á Akureyri. Viðskiptavinir hafa lengi óskað eftir auknu vöruúrvali og getum við nú loks boðið upp á alvöru framboð af hágæða vörumerkjum sem og betri þjónustu. Skipagata er frábær staðsetning og við getum ekki beðið eftir því að taka á móti fyrstu viðskiptavinum okkar á nýjum stað“ segir Baldur Örn.

Verslun og söluskrifstofa Origo á Skipagötu 16 er opin frá kl. 9-17 alla virka daga. 


Þessi færsla er kostuð. Smelltu hér til þess að kynna þér auglýsingatilboð á Kaffið.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó