NTC

Örbylgjukaka með Þristum á 5 mínútum

Það tekur 3 mín að gera þessa

Okkur Kaffinu langaði að deila með ykkur sjúklega góðri örbygljuköku fyrir einn. Það getur verið þægilegt að skella í eina svona þegar þér langar mikið í köku en nennir umstanginu sem fylgir því að baka heila köku. Ekki skemmir fyrir að þessi inniheldur Þrista og er sjúklega góð.

Brownie með þristum
3 msk hveiti
1 msk sykur
2 msk púðursykur
2 msk smjör (brætt)
4 kubbar súkkulaði (brætt)
1 tsk vanillusykur
1 egg
1-2 þristar

1. Öllu hráefninu nema smjörinu skellt saman í bollann/könnuna
2. Smjörið brætt og blandað saman við
3. Skerið niður þrista/súkkulaði og blandið saman við
4. Hrærið vel saman með skeið eða gaffli
5. Skellið bollanum í örbylgjuna í ca. 40-60 sek

Sambíó

UMMÆLI