NTC

Opnun nýju stólalyftunnar seinkar

Opnun nýju stólalyftunnar seinkar

Opnun nýju stólalyftunnar sem verið að að leggja lokahönd á í Hlíðarfjalli seinkar um rúman mánuð í viðbót. Þetta kemur fram í Facebook færslu Hlíðarfjalls.

Lyftan verður sú lengsta hér á landi, rúmlega kílómetri að lengd, og með henni verður auðveldara að komast upp í efsta hluta Hlíðarfjalls.

Upphaflega stóð til að koma lyftunni í notkun fyrir síðasta vetur en deilur við verktaka urðu til þess að því var frestað. Því var næst áætlað að opna hana fyrir skíðavertíðina þennan veturinn en það hefur dregist, einkum vegna slæms veðurs.

Sambíó

UMMÆLI