NTC

Opnun kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins og stefnuskrá kynnt

Opnun kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins og stefnuskrá kynnt

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri opnaði í dag, sumardaginn fyrsta, kosningaskrifstofu sína í Sjallanum og kynnti helstu stefnumál sín fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara 14. maí næstkomandi.

Helstu kosningaáherslur Sjálfstæðisflokksins

·Traust fjármálastjórnun verði í öndvegi og áhersla lögð á að lækka álögur á bæjarbúa.

· Gjaldfrjáls vistun í leikskóla fyrir öll börn frá 12 mánaða aldri.

· Akureyrarbær verði áfram leiðandi í umhverfismálum. Skapaður verði vettvangur fyrir einkaaðila, fyrirtæki og stofnanir til að kolefnisjafna starfsemi sína.

· Akureyrarbær losi um fjármagn sem bundið er í fasteignum.

· Framboð íbúða- og atvinnulóða verði tryggt í sveitarfélaginu og efnt verði til hugmyndasamkeppni um uppbyggingu á Akureyrarvelli.

· Stoðþjónusta í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar verði efld með aukinni viðveru sérfræðinga í skólunum.

· Áfram verði tryggð góð þjónusta við fatlað fólk og eldri borgara. Akureyrarbær verði leiðandi í lausnum á sviði velferðartækni.

· Stafræn þjónusta við íbúa og fyrirtæki verði aukin til muna.

· Akureyrarbær verði áfram heilsueflandi samfélag þar sem sérstök áhersla verði lögð á lýðheilsu eldri borgara.

· Frístundastyrkur hækkaður í 50.000 kr. og frístundastrætó verði komið á. 

· Áfram verði hlúð að starfsemi íþróttafélaga í sveitarfélaginu og leitað leiða til að mæta þörfum þeirra til frekari uppbyggingar.

· Kynja- og jafnréttissjónarmið verði höfð að leiðarljósi í allri starfsemi Akureyrarbæjar. 

· Ráðist verði í átak til þess að fjölga íbúum og atvinnutækifærum í sveitarfélaginu. 

· Menningarlíf verði áfram atvinnuskapandi og fjölbreytt öllum bæjarbúum til ánægju og fróðleiks.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó