Vilhjálmur Blær Gunnarsson kíkti fyrir hönd KaffiðTV á opnun Goblin á Glerártorgi og ræddi við eigendur staðarins, þau Steina og Ástu. Horfðu á spjallið í spilaranum hér að neðan.
Á Glerártorgi verður Goblin í um helmingi stærra húsnæði en í miðbænum og stefnt er að því að geta boðið viðskiptavinum upp á enn meira úrval af vörum, viðburðum og þjónustu.
„Þetta var svona hugmynd sem ég var búin að ganga með alveg svolítið lengi útaf systkinum og vinum sem voru í þessu. Þegar Nexus var á Hverfisgötunni í Reykjavík þá fannst okkur vanta svona búð hérna líka. Svo þegar rétti tímapunkturinn kom þá bara hentum við okkur í djúpu laugina,“ segir Ásta um hugmyndina á bakvið Goblin.
Horfðu á myndbandið hér að neðan þar sem Vilhjálmur ræðir nánar við Ástu og Steina og fær að kynnast starfsemi Goblin betur.
UMMÆLI