Fimmtudaginn 3. nóvember og föstudaginn 4. nóvember verða opnir dagar í Háskólanum á Akureyri. Kynning verður á öllum námsleiðum skólans og hægt verður að kynna sér alþjóðlegt skiptinám.
Á fimmtudag koma nemendur frá Verkmenntaskólanum á Akureyri, Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra og Menntaskólanum á Tröllaskaga í kynningu í skólanum. Á föstudag fá svo nemendur Menntaskólans á Akureyri, Framhaldsskólans á Húsavík, Framhaldsskólans á Laugum og Verkmenntaskóla Austurlands að heimsækja og kynna sér skólann.
Dagskráin hefst kl. 10 báða dagana og fer fram í hátíðarsal skólans, N101.
Kl. 10.00-11.00 Kynning á námsleiðum Háskólans á Akureyri. Nemendur verða með stutta kynningu á sínu námi.
Kl. 11.00-11.45 Kynningarbásar deilda. Gestum og gangandi gefst tækifæri á að kynna sér námsleiðir við HA í kynningarbásum sem staðsettir verða í Miðborg, í anddyri aðalinngangs skólans. Á kynningarbásum verða bæði nemendur og kennarar.
Kl. 11.00-11.45 Göngutúrar um húsnæði HA. Samhliða kynningum á námsleiðum í Miðborg verða skipulagðir göngutúrar með leiðsögn um húsnæði HA. Göngutúrar hefjast í Miðborg, eða á því svæði sem kynningarbásar deilda eru. Verklegar stofur skólans verða sýndar, ásamt annarri aðstöðu skólans.
UMMÆLI