Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnar í dag en svæðið hefur verið lokað vegna veðurs síðustu daga. Opið verður frá 13:00-19:00.
„Eftir hundleiðinlegt veður undanfarna viku munum við opna svæðið okkar aftur í dag. Opið verður frá klukkan 13:00 – 19:00 og bendum við viðskiptavinum okkar á að kaupa sér miða á heimasíðunni www.hlidarfjall.is,“ segir í tilkynningu frá Hlíðarfjalli.
Veðurspáin fyrir daginn í dag er snjókoma og 4 metrar á sekúndu. Mjög mikið af snjó er í fjallinu. Efra skíðasvæðið verður lokað í dag vegna snjóflóðahættu.