Opna fyrir heimavitjun á Akureyri

Opna fyrir heimavitjun á Akureyri

Heilsu­gæsl­an Urðar­hvarfi mun opna fyr­ir heima­vitj­an­ir á Ak­ur­eyri með vitj­ana­bíl lækn­is sem af­hent­ur verður í lok ág­úst. Þetta kemur fram í tilkynningu Heilsuverndar á Facebook.

„Heilsugæslan Urðarhvarfi hefur unnið markvisst að því að geta veitt þjónustu heimilislækna á Akureyri. Valur Helgi Kristinsson og Guðrún Dóra Clarke hafa verið staðsett í Urðarhvarfi og sinnt þar móttöku við góðan orðstír, auk þess hafa þau sinnt skjólstæðingum okkar á Akureyri með rafrænum hætti og í gegnum síma. Sjúkratryggingar meinuðu okkur að nýta aðstöðu á Læknastofum Akureyrar til þess að hitta skjólstæðinga sem í dag telja tæplega 1000. Undirskriftarlisti var stofnaður https://island.is/…/fe929a33-5cae-4609-a6b1-d52895e6d861 sem telur nú ríflega 800 rafrænar undirskriftir og má því gera ráð fyrir því að hátt í 3-4000 einstaklingar séu tilbúnir að fylgja sínum læknum,“ segir í tilkynningunni.

„Við gerum því ráð fyrir að fleiri muni skrá sig á heilsugæsluna á næstunni. Heilsugæslunni er heimilt að vitja skjólstæðinga á sínu heimili og höfum við því ákveðið að opna fyrir slíka þjónustu á dagvinnutíma á Akureyri með vitjanabíl læknis sem við fáum afhentan í ágúst. Við höfum ítrekað bent á það að skráning á heilsugæslu er frjáls og heilsugæslum er almennt ekki heimilt að meina skjólstæðingum um skráningu né afskrá þá. Þess vegna munum við áfram leita leiða til að sinna okkar skjólstæðingum og stefnum ótrauð að því að það verði einnig mögulegt á stofu á Akureyri innan tíðar.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó