Kemstu á rafbílnum þínum til Reykjavíkur?
Eyþing og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra boða til opins fundar um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Norðurlandi. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 25. janúar kl. 17-19 í Hömrum í Hofi á Akureyri.
Á fundinum verður fjallað um möguleikann á orkuskiptum og að farið verði úr því að nota jarðefnaeldsneyti yfir í að nota umhverfisvæna orkugjafa. Hvaða ljón eru í veginum? Hverjir eru kostir og gallar rafbíla? Umræða um orkuskipti hefur aukist mjög að undanförnu og ljóst er að margir velta fyrir sér kostum og göllum vistvænna bíla og innviðum fyrir þá. Fundinum er ætlað að svara þeim spurningum sem brenna á fólki hvað þetta varðar.
Fundurinn er opinn öllum.
Dagskrá fundarins er sem hér segir:
- 17.00 Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri setur fundinn
- 17.05 Anna Margrét Kornelíusdóttir rannsóknarmaður hjá NýOrku: Stefnumótun Íslenskra stjórnvalda – rafvæðing bílaflotans
- 17.25 Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs: Rafbílar kostir og gallar
- 17.45 Guðmundur Haukur Sigurðarson framkvæmdastjóri Vistorku: Innviðir fyrir rafbíla á Norðurlandi
- 18.00 Eiríkur Björn Björgvinsson afhendir Hlíðarfjalli nýja hleðslustöð frá Orkusölunni
- 18.10 Umræður
- 19.00 Fundi slitið
Fundarstjóri er Albertína Friðbjörg Elíasdóttir framkvæmdastjóri EIMS.
Tekið af heimasíðu Eyþings.
UMMÆLI