NTC

Opinn fundur um menningu og listir í Ketilhúsi

Gilfélagið og Myndlistarfélagið í samvinnu við Listasafnið á Akureyri, efna til opins fundar um stefnu og markmið framboða til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri í málaflokknum um menningu og listir.
Öllum framboðum vegna sveitarstjórnakosninga á Akureyri 2018 hefur verið boðið að taka þátt í fundinum.

Dagskrá fundarins er fyrirhuguð þannig að hvert framboð fær 3 til 4 mínútur til að kynna stefnu sína í málefnum menningar og lista. Að því loknu verða almennar umræður og spurningar úr sal og fulltrúar framboðanna mynda pallborð.
Fundurinn verður í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, miðvikudaginn 9. maí 2018, kl. 20 og áætluð fundarlok eru kl. 22.

Ókeypis aðgangur og allir eru velkomnir.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó