Opinn fundur um framtíð Reykjavíkurflugvallar

558249

Reykjavíkurflugvöllur

Miðvikudaginn 5. október kl. 17 mun Akureyrarbær boða til opins fundar um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Menningarhúsinu Hofi. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins í dag. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri Akureyrar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur munu báðir flytja erindi á fundinum.

Mikið hefur verið rætt og ritað um Reykjavíkurflugvöll og staðsetningu hans. Hugsanlegur flutningur flugvallarins til Keflavíkur eða í Hvassahraun hefur ekki vakið miklar vinsældir hjá Akureyringum og öðru landsbyggðarfólki. Bæjarstjórn Akureyrar hefur ítrekað sagst vilja hafa Reykjavíkurflugvöll á sínum stað og segja það gífurlega mikilvægt. Borgarstjóri Reykjavíkur hefur nú boðist til að mæta á opinn fund á Akureyri og ræða málin.

 

 

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó