Opin gestavinnustofa hjá Gilfélaginu

Gestalistamaður Gilfélagsins í janúar, Jhuwan Yeh, býður gestum og gangandi velkomin á vinnustofu sína að Kaupvangsstræti 23 laugardaginn 20. janúar kl. 14 – 17. Jhuwan er að vinna að sýningu sinni, Between Simplicity and Reduction sem haldin verður næstu helgi í Deiglunni.

Sýningin er hluti af langtímaseríunni Fjallamálverk (e. „Mountain Painting Series“) og sýnir nýleg verk. Sýningarnar ferðast en hvert verk í hverri seríu skrásetur hverja einstöku upplifun af hverju landssvæði.

Jhuwan Yeh notar náttúrulegan efnivið við gerð landslagsverka sinna, bómullarpappír, lím, lín og bómullarefni, blek og duft úr skeljum og steinum.

Hér er tækifæri til þess að sjá og fræðast um ferli listamannsins og virða fyrir sér gestavinnustofuna. Gestavinnustofan er staðsett að Kaupvangsstræti 23, gengið inn að vestan við bílastæðin.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó