NTC

Opið prófkjör Framsóknar á AkureyriFramboðslisti Framsóknar í síðustu sveitarstjórnarkosningum

Opið prófkjör Framsóknar á Akureyri

Á fjölmennum fundi Framsóknarfélaganna á Akureyri fyrr í dag var samþykkt að halda opið prófkjör til sveitarstjórnarkosninga þann 12. mars næstkomandi. Búast má við líflegri baráttu um fyrstu sætin enda stefnir í mikla endurnýjun í bæjarstjórn Akureyrarbæjar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs, gefur ekki kost á sér í vor og Ingibjörg Ólöf Isaksen hefur sem kunnugt er horfið til þingstarfa sem fyrsti þingmaður kjördæmisins.

Kosið verður um fimm efstu sætin og eru allir Akureyringar hvattir til að taka þátt í lýðræðislegu vali á sínum eigin bæjarfulltrúum enda er sú ákvörðun best komin nú í höndum bæjarbúa.

„Við höfum orðið vör við mikinn áhuga á störfum og stefnu Framsóknarflokksins og með prófkjörinu viljum við opna flokksstarfið fyrir bæjarbúum,“ segir Sigfús Karlsson, formaður fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna á Akureyri og nágrenni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó