NTC

Opið í Hlíðarfjalli til 16:00 í dag

Opið í Hlíðarfjalli til 16:00 í dag

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opið í dag frá klukk­an til 16:00. Klukk­an níu í morg­un var hita­stig þar við frost­mark og logn. Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá skíðasvæðinu snjóaði í nótt og má því þar finna troðinn þurr­an snjó.

All­ar helstu lyft­ur verða þá opn­ar, Töfra­teppi, Auður, Hóla­braut, Fjarkinn og Stromp­ur sem og helstu skíðaleiðir ásamt Brettag­arði og göngu­braut 1,2 og 3,5 km.

Klukk­an 13 mun Slysa­varn­ar­fé­lagið Lands­björg vera með sér­staka snjóflóðaýlu­stöð þar sem fjalla­skíðafólk get­ur kannað hvort snjófljóðaýl­ir­inn sé í lagi eður ei.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó