Framsókn

Opið fyrir umsóknir í heimskautarétti

Opið fyrir umsóknir í heimskautarétti

Opið er fyrir umsóknir í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri til og með 1. apríl en innritað er í námið annað hvert ár. Heimskautaréttur fjallar um þau réttarkerfi sem eru við lýði á Norður- og Suðurheimskautunum.

Námið er þverfaglegt með áherslu á viðeigandi svið þjóðaréttar og félagsvísinda. Nám í heimskautarétti snýst um hvernig mönnum, umhverfi og auðlindum er stjórnað á Norðurslóðum og Suðurskautinu. Stúdentar fræðast um alþjóðlegan lagaramma, þar á meðal hafrétt, umhverfisrétt og réttindi frumbyggja. Þeir fá einnig kynningu á þjóðum norðurslóða, meginreglur efnahagsþróunar og góða stjórnarhætti.

Mikið er lagt upp úr alþjóðlegu samstarfi við aðra háskóla í náminu.

Almenn krafa er að umsækjendur hafi lokið BA/BS-gráðu við viðurkennda innlenda eða erlenda háskóla á sambærilegu sviði.

Nánari upplýsingar um námið eru hér

Þú getur sótt um hér

Sambíó

UMMÆLI