Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur auglýst eftir tilnefningum til mannréttindaviðurkenningar sveitarfélagsins á vef sínum. Þar segir að tilgangurinn sé að veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttis og mannréttinda í samræmi við mannréttindastefnu Akureyrarbæjar.
Viðurkenningu geta hlotið:
Fyrirtæki og stofnanir sem:
- Hafa skýra stefnu og áætlun í jafnréttis- og mannréttindamálum.
- Vinna markvisst að því að brjóta niður staðalímyndir kynjanna.
- Hafa sett sér aðgerðaráætlun til að stuðla að framgangi mannréttinda.
- Gera virkar ráðstafanir til að fyrirbyggja kynbundna og kynferðislega áreitni á vinnustað.
Einstaklingar:
- Sem skara fram úr í vinnu að jafnréttis- og mannréttindamálum eða vinna gegn staðalímyndum.
Einnig kemur til álita að veita hvatningarviðurkenningu vegna nýjunga sem stuðla að framgangi jafnréttis- og mannréttinda í samræmi við mannréttindastefnu Akureyrarbæjar.
Frestur til að skila rökstuddum tilnefningum er til og með 31. mars næstkomandi. Tilnefningum er skilað í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar.