Önnur yfirlýsing frá Þór: Taka fulla ábyrgð

Önnur yfirlýsing frá Þór: Taka fulla ábyrgð

Þórsarar hafa sent frá sér aðra yfirlýsingu vegna brots á lögum um veðmálaauglýsingar. Þór var dæmt til þess að greiða 50 þúsund krónur í sekt vegna málsins.

Sjá einnig: Þór sektað vegna veðmálaauglýsinga

Yfirlýsing frá knattspyrnudeild Þórs:

Yfirlýsing frá knattspyrnudeild Þórs v/fréttafluttnings um árskort félagsins og úrskurð aga og úrskurðarnefndar.

Í kjölfar fréttafluttnings v/árskorta knattspyrnudeildar Þórs (sem á bakhlið voru merkt marg umræddu veðmálafyrirtæki) skal það tekið fram að KSÍ hefur þegar verið gert kunnugt um að kortin hafi verið til staðar og að þau verði innkölluð. 

Úrskurður aga og úrskurðarnefndar þar sem félagið er fundið sekt um að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu er Þór afar þungbær en um leið réttmættur. Svona úrskurði ber ekki að taka léttvægt og óháð þeirri peningasekt sem félagið hlaut er það augljóslega verst að knattspyrnudeild félagsins hafi verið fundin sek um að skaða annars góða ímynd íslenskrar knattspyrnu. Félagið vill eiga sinn hlut í að viðhalda, virða og auka jákvæða ímynd knattspyrnunnar hér á Íslandi og mun leitast við að haga öllum sínum vinnubrögðum á þann hátt í framtíðinni.

Knattspyrnudeild Þórs hefur verið í sambandi við KSÍ varðandi hvernig best sé að leysa úr þessum stóru mistökum sem stjórn knattspyrnudeildar urðu á og taka fulla ábyrgð á. Stjórn knattspyrnudeildar vill ítreka að deildin harmar þessi stóru mistök sem deildinni urðu á. Sérstaklega finnst okkur mikilvægt að biðja knattspyrnusambandið, knattspyrnuáhugamenn og félagsmenn Þórs afsökunar á framferði okkar. 

Forsvarsmenn félagsins vilja að öðru leyti ekki tjá sig við fjölmiðla um þetta mál enda ljóst að áframhaldandi rekstur málsins í fjölmiðlum verður hvorki knattspyrnunni né félaginu til framdráttar. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó