Ökumaður undir áhrifum áfengis ók á ljósastaur á Akureyri seint í gærkvöldi. Maðurinn slapp ómeiddur en bíllinn sem hann var á skemmdist eitthvað. Þetta kemur fram á vef mbl.is.
Þar segir að fyrir utan þetta óhapp hafi næturvaktin hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra verið róleg.