Öll atriði Steps tryggðu sér keppnisrétt á Dance World CupMynd/Steps

Öll atriði Steps tryggðu sér keppnisrétt á Dance World Cup

Í tilkynningu frá Dansskólanum Steps kemur fram að öll keppnisatriðin þeirra hafi komist áfram í gær eftir viðburðaríka keppnishelgi og hafa því tryggt sér keppnisrétt á heimsmeistaramótinu Dance World Cup í sumar.

„Þvílíku hæfileikabúnkt sem við eigum,“ segir í tilkynningunni á Facebook.

Steps hefur keppt á heimsmeistaramóti Dance World Cup síðan 2019 og náði meðal annars þeim árangri að verða heimsmeistarar í jazz og 3. sæti í contemporary árið 2021.

Steps Dancecenter er listdansskóli á Akureyri sem hóf starfssemi sína 1. september 2014. Eigandi er Guðrún Huld Gunnarsdóttir og við skólann starfa 13 danskennarar.

Sambíó
Sambíó