Í dag var haldin ráðstefna á Grand Hótel Reykjavík þar sem fjallað var um Nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018 undir yfirskriftinni „Betri opinber þjónusta með öflugu samstarfi og nýtingu stafrænna lausna.“
Á ráðstefnunni voru veitt verðlaun fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018 en þau og ráðstefnan eru samvinnuverkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.
All voru fimm verkefni kynnt sérstaklega á ráðstefnunni og fengu viðurkenningu og hlutu Öldrunarheimili Akureyrar aðalverðlaunin fyrir nýsköpunarverkefnið „Alfa- rafrænt lyfjaumsjónarkerfi“ sem ÖA, Lyfjaver og Þula – norrænt hugvit, hafa unnið að á síðustu fjórum árum.
Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri veittu verðlaununum viðtöku.
Starfsfólki og stjórnendum ÖA og samstarfsaðilum er óskað til hamingju með þennan árangur.
Myndband um það góða starf sem unnið er á sviði nýsköpunar og nýtingu stafrænna lausna hjá ÖA.
Frétt af akureyri.is
UMMÆLI