NTC

Ólafsfirðingar þurfa að sjóða neysluvatn

Ólafsfjörður.

Öllum íbúum Ólafsfjarðar er ráðlagt að sjóða neysluvatn sitt. Þetta er vegna þess að sýni sem Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra tók úr dreifikerfi Brimnesvatnsbóls á fimmtudaginn voru menguð.

5. október voru fyrst tekin sýni sem reyndust innihalda E. coli gerla og íbúum þá fyrst ráðlagt að sjóða allt neysluvatn. Á mánudaginn sl. var annað sýni tekið og þá var mengun enn til staðra, þó aðeins í öðru vatnsbóli Ólafsfirðinga, í Brimnesdal. Þess vegna þurfti aðeins hluti íbúa að sjóða neysluvatn þar sem talið verið að tekist hefði að einangra annað vatnsbólið að mestu leyti.

Í nýrri tilkynningu á vef Fjallabyggðar segir að hugsanlega hafi hluti dreifikerfisins mengast. Sýni voru tekin úr dreifikerfi Brimnesvatnsbóls í gær, þar af tvö sýni sem komin voru inn á hitt vatnsbólið við Múla. Enn er þó talið að mengunin einskorðist við Brimnesdal og því sé nyrsti hluti bæjarins í lagi. Til öryggis er þó öllum íbúum Ólafsfjarðar ráðlagt að sjóða neysluvatn að nýju.
Umhverfis- og tæknideild vinnur að sótthreinsun dreifikerfisins og endurbótum á vatnsbólinu í Brimnesdal en miklar rigningar tefja fyrir viðgerðum.

Sambíó

UMMÆLI