NTC

Ólafía Hrönn leikur tannlækninn

Ólafía Hrönn leikur tannlækninn

Engin önnur en stórleikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur í söngleiknum Litla Hryllingsbúðin sem Leikfélag Akureyrar setur upp í Samkomuhúsinu í haust. Áður hefur komið fram að Kristinn Óli Haraldsson tekur þátt í uppsetningunni en Króli mun leika Baldur blómasala.

„Ég hlakka mikið til að ganga til liðs við Leikfélag Akureyrar. Ég hef leikið í fallega Samkomuhúsinu og veit að hljómburðurinn er sérstaklega góður. Nú fæ ég að æfa þar upp leikrit ! Það er svakalega notaleg tilhugsun að fá að dvelja svona lengi á Akureyri,“ segir Ólafía Hrönn sem leikur sjálfan tannlæknirinn. „Þetta er auðvitað geggjað hlutverk og að fá að vera með Bergi leikstjóra og hans áhöfn er bara æði.“

Litla Hryllingsbúðin verður frumsýnd í október. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson. 

Söngleikurinn Litla Hryllingsbúðin eftir Howard Asman og Alan Menken hefur farið sigurför um heiminn frá því að hann var frumsýndur á Broadway árið 1982 enda hefur hann allt sem prýðir bestu söngleiki; krassandi sögu, heillandi persónur og frábæra tónlist.

Sambíó

UMMÆLI