NTC

Ökumaður sýknaður um manndráp af gáleysi

Ökumaður sýknaður um manndráp af gáleysi

Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Norðurlands eystra á hendur manni sem var ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Vísir.is greindi frá í gærkvöldi.

Atvikið sem um er að ræða átti sér stað í ágúst 2022, við gatnamót Strandgötu og Hofsbrautar. Ökumaðurinn á þá að hafa tekið beygjuna þar án þess gá nægilega að sér og keyrt óvarlega samkvæmt ákærunni. Ökumanninum var gefið að sök að aka á rúmlega sjötugan mann sem lést sólarhring eftir áreksturinn.

Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra kemur fram að slysið hafi átt sér stað í rigningu og gatan því dökk, og að hinn látni hafi verið dökkklæddur. Engin vitni voru að slysinu, en myndbandsupptaka sýnir ekki hraðan akstur eða óeðlilegt aksturslag.

Ákæruvaldið lagði fyrir Landsrétt skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem gagnrýndi að ökumaðurinn hefði ekki gætt nægilega vel að gangandi vegfarendum, þó fleiri þættir hefðu valdið slysinu. Landsréttur taldi framlagningu skýrslunnar ólögmæta og ekki mætti nota hana sem sönnunargagn.

Sambíó

UMMÆLI