Oktettinn HLASkontraBAS á Akureyrarvöku 

Oktettinn HLASkontraBAS á Akureyrarvöku 

Í ágúst mánuði býður tékkneski oktettinn HLASkontraBAS öllum landsmönnum til að taka þátt í einstakri tónveislu. Hljómsveitin samanstendur af fjórum söngkonum og jafnmörgum kontrabassaleikurum og á rætur að rekja til jazz dúetts stofnaðan af Ridina Ahmedová söngkonu og Petr Tichý kontrabassaleikara í Prag árið 2016. Í upphafi bjuggu Petr og Ridina til lög úr hljóðlykkjum, það er úr beinni upptöku mismunandi hljóðskeyta sem eru endurspiluð og fleytt ofan hvort annað til að mynda eitt heildarverk. Dúettinn fékk síðan hugmynd um að glæða tónlist sína með því að notast frekar við fleiri raddir og hljóðfæri en upptöku hljóðlykkjanna. Dúo-verkefnið þróaðist þannig í átta manna hljómsveit eða oktettinn sem starfar í dag undir nafni HLASkontraBAS. Í framhaldi þess byrjaði oktettinn að spila sérsamin verk eftir ýmis tónskáld.

Núverandi verkefni sem hljómsveitin frumflytur á Íslandi er raunar slíkt dæmi um samstarf milli mismunandi tónskálda og oktettsins. Meðal tónlistarmanna sem sömdu ný verk fyrir HLASkontraBAS eru íslenskir tónlistarmenn: Pétur Ben, Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson en oktettinn flytur einnig verk eftir tónskáld frá Noregi (Mats Eilertsen, Nils Økland), Ísrael (Adam Ben Ezra) og Tékklandi, þau Ridina Ahmedová og Petr Tichý,  stofnmeðlimi oktettsins.

Samvinnan milli tónskáldanna og hljómsveitarinnar endurspeglast meðal annars í möguleikum á útsetningum. Sum verk fékk hljómsveitin afhent á blaði sem gerði kleift að byrja sjálf að vinna í útsetningum tónverkanna. Önnur tónskáld bíða eftir að hitta oktettinn til að spuna, æfa og búa til verk saman á staðnum. Tomáš Liška, einn kontrabassaleikaranna, er spenntur fyrir að hitta íslenska tónlistarmenn, vinna með þeim og eins og hann orðar það, „að fá aðgang að heila þeirra í smástund“. Ridina tekur undir hjá Tomáš og bætir við hvað það sé áhugavert að vinna með öðrum tónskáldum og sjá viðtökur þeirra á útsetningunum tónlistarinnar þar sem samstarfið er ekki alltaf beinlínis „fram og til baka“ ferill. Markéta Zdeňkova, ein af söngkonum HLASkontraBAS, er forvitin um hvernig tónskáldin munu taka útsetningunum á verkum þeirra. Markéta hefur áður komið til Íslands og hlakkar mikið til að koma á þá staði sem þau munu spila á. Önnur söngkona, Mirka Novak, hefur áhuga á að sjá hvers konar áhrif íslenskt umhverfi mun hafa á oktettinn og verkin þegar æfingar fara af stað. Henni finnst nú þegar að sterk áhrif náttúrunnar skíni í þeim verkum sem þau fengu frá íslensku tónskáldunum. Ridina er sammála Mirku og segir að hún finni fyrir landslagi í íslenskri tónlist, landslagi sem er ólíkt þeirra tékkneska: „hrynjandi er öðruvísi og tónlistin er myndræn“. Í sambandi við íslensk tónverk nefnir Alice Bauer, annar meðlimur oktettsins, einnig kyrrð og auðnuleysi sem hún finnur fyrir í tónverkunum. Tíminn og örlög virðast spinna íslensku verkin en líka von um að allir hlutir verða að einni samloðandi heild.

Í tónverkum HLASkontraBAS eru engin orð en aðeins atkvæði og fjórir mismunandi raddlitir sem spuna og flétta hljóðskeytum saman. Meðlimir oktettsins eru flestir með bakgrunn í jazz þannig að ákvörðun um að nota ekki ákveðið tungumál í tónlist þeirra gerðist að sjálfu sér. Fyrir Ridinu að nota orð er það sama og að hugsa, nota skynsemi. Sem tónlistarmaður segir hún þess ekki þurfa. Mirka útskýrir að það sé auðveldara að tengjast tilfinningum annarra í gegnum hljóma en texta þar sem hverjum og einum er frjálst að heyra og segja sína eigin sögu. Oktettinn fékk reyndar nokkur verk frá íslenskum tónskáldum með texta en Markéta segir þá vera ljóðræna og áhrifaríka.

HLASkontraBAS er sérstakt verkefni vegna hliðstæðna og samsvaranna milli kontrabassa. Alice lýsir flóknu sambandi milli kontrabassa sem eru spilaðir samtímis en gegna mismunandi hlutverkum, t.d. verða að slagshljóðfærum eða spila mismunandi tóntegundir með stuttu millibili. Tomáš bætir við að það sé nógu krefjandi að hafa einn kontrabassa í hljómsveit og hvað þá fjóra: „við þurfum að vera þolinmóðir og virða mikils hvor annan til að geta spilað saman“. Þetta er í fyrsta skipti sem HLASkontraBAS spilar á Íslandi.

Verkefnið er styrkt af Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegnum EEA sjóðinn. Einnig nýtur verkefnið stuðnings Reykjavík Jazz Festival, Akureyrarbæjar og Síldarminjasafnsins.

Tónleikar á Íslandi:

23. ágúst Síldarminjasafn, Siglufirði kl.20

25. ágúst Listasafnið á Akureyri – Ketilhús, Akureyrarvaka kl.22 – Frítt inn

27. ágúst Fríkirkjan, Reykjavík Jazz Festival kl.18

28. ágúst Saurbæjarkirkja, Hvalfirði kl.20

Sambíó

UMMÆLI