NTC

Ógleymanleg dansveisla fyrir alla! Mynd/Linda Ólafsdóttir

Ógleymanleg dansveisla fyrir alla! 

Síðasta laugardag hélt Steps Dancecenter tvær danssýningar í Hofi og var uppselt á þær báðar eins og kom áður fram á Kaffinu. Listdansskólinn senti frá sér tilkynningu í kjölfar sýninganna, sem lesa má hér að neðan ásamt því má sjá nokkrar myndir frá sýningunni.

Listdansskólinn Steps Dancecenter hélt stórkostlega dansveislu í gær í Hofi, þegar nemendur skólans settu upp sýninguna „Frozen“ í Hofi. Þetta var ógleymanleg stund fyrir bæði unga og aldna, þar sem dansarar frá 2 ára aldri og upp í eldri hópa fluttu sýninguna með glæsilegum hætti. Sýningin var heillandi sambland af glæsilegri danslist og töfrum úr vinsælu Disney-myndinni „Frozen“, þar sem þátttakendur fluttu þema- og karakterbundin dansverk fyrir nær fullum sal. Áhorfendur fengu að njóta hæfileika og ástríðu ungviðisins sem og reynslumeiri dansara, sem allir lögðu sig 100% fram til að skapa magnaðan og minnisstæður viðburð. Frá yngstu nemendum skólans, sem sýndu ótrúlega hæfni og skemmtu sér við að túlka persónur úr „Frozen“, til eldri hópanna sem settu upp kraftmiklar og teknískar dansrútínur, var sýningin sannkallaður fjölskyldu- og samfélagsviðburður. Það var augljóst að hvert og eitt barn var stolt af því að vera hluti af þessu stórskemmtilega verkefni. Steps Dancecenter vill þakka öllum dansurum fyrir þeirra ótrúlegu frammistöðu, og einnig áhorfendum fyrir að styðja við skólann og sýninguna. Án þeirra væri þetta ekki mögulegt. Það var sérstaklega gleðilegt að sjá svo breitt aldursbil í dansarunum, sem sannarlega endurspeglar ástríðu og leikgleði dansskólans. Við hlökkum til að halda áfram að bjóða upp á ógleymanlega viðburði og frábæra danssýningar í framtíðinni.

Ljósmyndir: Linda Ólafsdóttir

VG

UMMÆLI