Öflugur sigur Þór/KA í Vestmannaeyjum

Öflugur sigur Þór/KA í Vestmannaeyjum

Þór/KA sótti þrjú stig til Vestmanneyja í Pepsi-Max deildinni í knattspyrnu um helgina.

Liðið mætti þar ÍBV í hörkuleik. ÍBV komst yfir eftir rúman hálftíma leik þegar þær skoruðu úr vítaspyrnu. Sandra Stephany Mayor jafnaði leikinn stuttu síðar og Margrét Árnadóttir kom Þór/KA yfir áður en flautað var til hálfleiks.

Sandra Mayor tryggði svo flottan 3-1 sigur með marki í lokin. Annar sigur Þór/KA í röð og liðið ætlar sér greinilega toppbaráttu í sumar.

Mynd með frétt: ka.is/ Þórir Tryggva

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó