Ódýrara að millilenda í London en að fljúga beint frá Akureyri til Reykjavíkur

Ódýrara að millilenda í London en að fljúga beint frá Akureyri til Reykjavíkur

Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknar, ræddi við Þorgeir Ástvaldsson um hækkun flugverði innanlands í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í gær. Ingibjörg hefur vakið athygli á háu flugverði í vikunni.

Sjá einnig: Himin­hátt innan­lands­flug

„Við höfum alveg fundið fyrir því að það sé hækkun á þessum fargjöldum og það á sér örugglega einhverjar skýringar en þegar við erum farin að finna fyrir því að Loftbrúin, sem er til þess að styðja við fólk af landsbyggðinni…tilfinning fólks er að það sé bara búið að gleypa það framlag,“ segir Ingibjörg.

Hún segir að áður fyrr hafi fólk ef til vill hugsað um að það sé betra að keyra 2 til 3 í bíl í stað þess að fljúga en að nú hugsi fólk sig ekki um jafnvel þó það ferðist einsamt.

„Það í rauninni sem ég er að kalla eftir er að við fáum skýringar á þessum gríðarlegu hækkunum. Við finnum það líka, nú er ég ekki að alhæfa það að það sé svoleiðis í þessu tilfelli, en í tengslum við greinina sem ég skrifaði þá var mér bent á rannsóknir sem sýna það að flugfélög í einokunarstöðu í innanlandsflugi eru að verðleggja flugmiðann mun hærra.“

Ingibjörg og Þorgeir spjalla einnig um að það sé orðið ódýrara að millilenda í London á leið sinni milli Akureyrar og Reykjavíkur en að fljúga beint til Reykjavíkur.

„Fólk hlær að þessu en þetta er samt alvara. Þetta er raunveruleikinn. Maður veltir því eðlilega fyrir sér hverjar eru ástæðurnar,“ segir Ingibjörg en innslagið má hlusta á í heild sinni á Vísi með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó