Óðinn Þór er markakóngur OlísdeildarinnarMynd: KA.is/Egill Bjarni

Óðinn Þór er markakóngur Olísdeildarinnar

Óðinn Þór Ríkharðsson leikmaður KA er markakóngur Olísdeildar karla þennan veturinn en hann gerði alls 149 mörk í 21 leik. Ekki nóg með að vera markakóngur deildarinnar þá var hann einnig með flest mörk að meðaltali í leik eða 7,1 mark. Óðinn er auk þess í liði ársins hjá HBStatz í hægra horni. Þetta kemur fram á vef KA.

Þetta er annað árið í röð sem að KA á markahæsta leikmann Olísdeildar karla en síðasta vetur varð Árni Bragi Eyjólfsson markahæsti leikmaður deildarinnar. Óðinn er áttundi leikmaðurinn sem endar sem markakóngur efstu deildar fyrir KA. Á vef KA má lesa nánar um markakónga félagsins í gegnum tíðina.

Einar Rafn Eiðsson leikmaður KA flestar stoðsendingar að meðaltali í leik í Olísdeildinni í vetur eða 4,6 talsins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó