Óðinn bakari opnar á Glerártorgi: „Hef engu gleymt“

Óðinn bakari opnar á Glerártorgi: „Hef engu gleymt“

Nýtt kaffihús og bakarí verður opnað á Glerártorgi á morgun þegar Óðinn bakari hefur starfsemi. Það er Óðinn Svan Geirsson sem mun sjá um handverkið á þessu nýja kaffihúsi sem mun bætast í fjölbreytta flóru kaffihúsa í bænum.

Nýir eigendur hafa tekið við rekstri Espressobarins og 600 skyr. Með nýjum eigendum verða áherslubreytingar og mun kaffihúsið fá andlitslyftingu. Allt bakkelsi verður heimabakað af Akureyringnum Óðni Svan Geirssyni en það eru vinir og fjölskyldumeðlimir Óðins sem tekið hafa við rekstrinum.

„Leitað var til gamla að sjá um bakkelsið og kökurnar, auðvitað stökk ég á það með bros á vör,“ segir Óðinn sem er lærður bakari og konditor. Óðinn átti og rak síðast bakari á Ísafirði fyrir um 30 árum og hefur allar götur síðan gripið í hrærivélina við og við.

„Það bakarí hét eins og þetta Óðinn bakari og það er bara gaman að nýta það nafn aftur. Ég hef engu gleymt síðan þá og vona bara að fólk kunni að meta bakkelsið hjá okkur,“ segir hann en Óðinn bakari opnar á Glerártorgi á morgun, fimmtudaginn 1. desember.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó