Gæludýr.is

Óðinn Andrason keppir á ólympíuleikum í stærðfræði

Óðinn Andrason keppir á ólympíuleikum í stærðfræði

Óðinn Andrason, nemandi Menntaskólans á Akureyri, er í liði Íslands sem keppir á ólympíuleikunum í stærðfræði í sumar. Þetta kemur fram á vefsíðu Menntaskólans á Akureyri. 

Ólympíuleikarnir verða haldnir sem fjarkeppni sem stýrt verður frá St. Pétursborg. Auk Óðins skipa Arnar Ingason, Benedikt Vilji Magnússon, Einar Andri Víðisson, Selma Rebekka Kattoll og Viktor Már Guðmundsson lið Íslands.

Í ár tók Óðinn einnig þátt í stærðfræðikeppni framhaldskólanna og var í hópi þeirra sem sem var boðið að taka þátt í norrænni stærðfræðikeppni.

Sambíó

UMMÆLI