NTC

Oddvitar í nærmynd – Hver verður næsti bæjarstjóri?

Nú styttist óðfluga í bæjarstjórnarkosningar og því mikilvægt að kjósendur kynnist frambjóðendum sem best. Norðurland vildi leggja sitt af mörkum og tók stutt viðtöl við oddvita allra flokkanna sem eru í framboði á Akureyri. Í samstarfi við Kaffið verða niðurstöðurnar birtar hér í Kosningakaffinu.

Það getur verið erfitt að gera upp hug sinn hvern á að kjósa. Mörgum finnst baráttumál flokkana vera svipuð og erfitt að gera upp á milli. Oftar en ekki geta frambjóðendur í stjórnmálum fest sig í að tala um hvað má bæta, hvað væri draumamarkmið en ekki nákvæmlega hvernig á að bæta hlutina og ná þessum markmiðum. Það er gefið að allir flokkarnir vilja gera betur fyrir bæinn á mörgum sviðum en hvernig ætla þeir að gera það? Hvað aðskilur flokkana?
Frambjóðendur voru allir spurðir sömu krefjandi spurninganna og niðurstöðurnar má sjá hér að neðan:

Hver verður næsti bæjarstjóri ef þú/þinn flokkur fær að ráða því?

FRAMSÓKN: Hvernig staðið verður að skipan bæjarstjóra eftir kosningar ræðst af samræðum flokka sem mynda ætla meirihluta og enginn einn flokkur ræður þeirri ákvörðun.


L-LISTINN:
Við í L-listanum teljum farsælast að ráða bæjarstjóra sem væri allra og hefði það sem þarf til að fara í verkefnin fram undan.

MIÐFLOKKURINN:
Ekki tímabært að svara þessu.

PÍRATAR: Heiðarlegur einstaklingur, fær til starfsins og umfram allt, tilbúinn að vinna fyrir og með fólkinu í samfélaginu.

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN: Ég er bæjarstjóraefni flokksins.

SAMFYLKINGIN: Ég myndi auglýsa stöðuna og ráða faglega hæfasta umsækjandann.

VINSTRI GRÆN: Þarf endilega bæjarstjóra? Ég held það væri hægt að skipta verkum öðruvísi en gert er í dag og horfa þá annars vegar til pólitískrar forystu og hins vegar til reksturs stofnana bæjarkerfisins. Við megum ekki vera of föst í gamaldags hlutverkum til að sjá ekki hvar umbóta er þörf.

Sjá einnig:

Oddvitar í nærmynd – Er hægt að gera eitthvað á fjórum árum?

Oddvitar í nærmynd – Af hverju ertu að bjóða þig fram?

Oddvitar í nærmynd – Hver eru helstu baráttumál flokksins?

Oddvitar í nærmynd – Hvernig virkjum við ungt fólk frekar í bæjarmálum?

Oddvitar í nærmynd – Hvernig ætlið þið að virkja íbúalýðræði frekar á Akureyri?

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó