Framsókn

Oddur Gretarsson verður yfirþjálfari yngriflokka Þórs í handbolta

Oddur Gretarsson verður yfirþjálfari yngriflokka Þórs í handbolta

Handboltamaðurinn Oddur Gretarsson verður yfirþjálfari yngri flokka Þórs í handbolta í vetur. Oddur sneri heim í Þorpið í sumar eftir atvinnumennsku í handbolta í Þýskalandi undanfarin 11 ár.

Oddur er fæddur árið 1990, er uppalinn Þórsari og spilaði með yngri flokkum og meistaraflokkum félagsins. Hann spilaði sinn fysta leik með meistaraflokki Þórs 15 ára gamall og í framhaldi af því með Akureyri handboltafélagi á árunum 2007 til 2008. Oddur var valinn íþróttamaður ársins hjá Þór árið 2010.

Undanfarin 7 ár hefur Oddur spilað með Balingen-Weistetten í fyrstu og annarri deild í Þýskalandi og þar áður með úrvalsdeildarliðinu Emstetten.

„Það er yngriflokkum Þórs mikilvægt að fá eins reynslumikinn yfirþjálfara og Oddur er, til starfa. Oddur mun auk þess að vera yfirþjálfari, þjálfa 7 flokk karla og 8 flokk karla og kvenna. Við bjóðum Odd Gretarsson hjartanlega velkominn heim,“ segir í tilkynningu á vef Þórs.

VG

UMMÆLI

Sambíó