NTC

Oddur Gretarsson í nærmynd – Myndi aldrei spila með KA

oddur-gretars

Oddur í búningi Emsdetten

Íþróttadeild Kaffisins ætlar að leggja sérstaka áherslu á að fylgja eftir árangri akureyskra íþróttamanna í vetur. Nokkrir Akureyringar hafa atvinnu af því að iðka íþrótt sína erlendis og á næstu dögum ætlum við að kynnast þeim örlítið betur.

Einn þeirra er handknattleiksmaðurinn Oddur Gretarsson sem leikur með Emsdetten í þýsku B-deildinni. Oddur ætti að vera Akureyringum vel kunnur enda er óhætt að segja að hann sé einn besti leikmaður í sögu Akureyrar handboltafélags en hann var í lykilhlutverki hjá liðinu árið 2011 þegar Akureyri vann sinn fyrsta og eina titil í sögu félagsins.

Oddur hefur farið vel af stað í liði Emsdetten í vetur og er markahæsti leikmaður liðsins með 19 mörk í fjórum fyrstu leikjunum og skotnýtingu upp á 63%. Oddur er á sínu þriðja ári hjá Emsdetten en hann var langmarkahæsti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð þegar hann skoraði 267 mörk í 40 leikjum.


Nærmynd af Oddi Gretarssyni

Kaffið.is fékk Odd til að svara nokkrum spurningum. Afraksturinn af því má sjá hér að neðan:

Sætasti sigur á ferlinum? Ætli það sé ekki deildarmeistaratitillinn með Akureyri 2011. Sigurinn í undanúrslitum gegn Túnis á HM u19 í Túnis er eftirminnilegur.

Mestu vonbrigðin: Tap í bikarúrslitum og úrslitarimmunni 2011. Krossbandslitin voru líka mikil vonbrigði.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? KA

Besti leikmaður sem þú hefur mætt? Mattias Andersson og Thierry Omeyer

Uppáhalds erlenda íþróttalið (Allar íþróttir): Manchester United

Uppáhalds íþróttamaður allra tíma? Óli Stef

Fyrirmynd í æsku? Guðjón Valur

Uppáhalds staður í öllum heiminum? Þorpið

Mest pirrandi andstæðingur? Hef aldrei pirrað mig yfir einhverjum sérstökum leikmanni svo ég muni.

Ertu hjátrúarfullur? Nei. Eina sem mér dettur í hug er að ég borða yfirleitt það sama kvöldið fyrir leik.

Ef þú mættir vera atvinnumaður í annar íþrótt, hver væri það? Fótbolta

Að lokum fengum við Odd til að setja saman lið með bestu leikmönnum sem hann hefur spilað með að hans mati:
Mark: Sveinbjörn Pétursson
Vinstra horn: Sjálfsögðu ég sjálfur
Vinstri skytta: Óli Bjarki
Miðja: Heimir Árna
Hægri skytta: Árni Sigtryggs
Hægra horn: Bjarni Fritz
Lína: Andre Kropp

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó