Oddur Gretarsson átti góðan leik þegar Emsdetten vann fimm marka útisigur á Dessau í þýsku B-deildinni í handbolta um helgina.
Oddur nýtti öll fjögur skot sín í leiknum en Emsdetten lyfti sér upp í níunda sæti deildarinnar með sigrinum.
Frammistaða Odds skilar honum í lið helgarinnar hjá Sports Impuls, stórri umboðsskrifstofu sem þjónustar fjöldann allan af handknattleiksmönnum.
Þessi öflugi vinstri hornamaður hefur spilað alla sautján leiki Emsdetten í vetur og skorað í þeim 79 mörk sem gerir tæplega fimm mörk að meðaltali í leik. Oddur hefur nýtt 68,7% skota sinna á tímabilinu.
Sjá einnig
UMMÆLI