Oddur framlengir samning sinn hjá Balingen

Oddur framlengir samning sinn hjá Balingen

Handboltamaðurinn og Akureyringurinn Oddur Gretarsson hefur skrifað undir nýjan samning hjá þýska félaginu Balingen sem gildir til júní 2023.

„Ég er mjög þakklátur félaginu fyrir að gefa mér þetta tækifæri þrátt fyrir meiðslin mín. Ég mun núna halda áfram að vinna að því að koma til baka og spila aftur sem fyrst,“ segir Oddur sem hefur verið mikið frá vegna meiðsla undanfarið. Hann vonast til þess að vera mættur aftur út á völlinn í lok febrúar eða í byrjun mars. Oddur fór í aðgerð í lok júní á síðasta ári vegna brjóskeyðingar í hné og hefur ekki spilað síðan.

Oddur hefur verið hjá Balingen frá árinu 2017. Fyrir það spilaði hann fyrir þýska liðið Emsdetten frá 2013. Áður spilaði hann með Akureyri handboltafélagi. Hann á að baki 36 A-lands­leiki fyr­ir Ísland.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó